Viðskipti erlent

Hlutabréf féllu í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það gætir ótta á markaðnum vegna ástandsins á Ítalíu.
Það gætir ótta á markaðnum vegna ástandsins á Ítalíu. mynd/ afp.
Hlutabréfavísitölur féllu víðs vegar í heiminum í dag og er ástæðan fyrst og fremst rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að Ítalar geti ýtt úr vör niðurskurðaraðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Dow Jones vísitalan í Kauphöllinni í New York lækkaði um 0,8%, S&P 500 lækkaði um 1,1% og Nasdaq lækkaði um 0,9%.

Hlutabréf í Evrópu lækkuðu jafnvel meira Stoxx Europe lækkaði um 1%. FTSE lækkaði um 0,5%, Dax vísitalan í Frankfurt lækkaði um 1,2% og Cac-40 vísitalan í París lækkaði um 1,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×