Viðskipti erlent

Verðbólgan enn til vandræða á Indlandi

Það eru víða erfiðar aðstæður á Indlandi, eins og sést á þessari mynd.
Það eru víða erfiðar aðstæður á Indlandi, eins og sést á þessari mynd.
Verðbólga á Indlandi mælist nú 9,73% en aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að stemma stigu við þenslu í landinu hafa ekki gengið nægilega vel. Seðlabanki Indlands hækkaði vexti til þess að reyna að slá á verðbólguna og standa stýrivextir nú í 8,5%, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Verðbólgan jókst lítillega frá því sem áður var, eða úr 9,72%. Greinendur höfðu flestir gert ráð fyrir því að verðbólgan myndi hjaðna eitthvað en það reyndist ekki vera raunin. Áfram eru það sömu þættir sem knýja verðbólguna, hátt eldsneytisverð og matarverð, að því er segir í frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×