Viðskipti erlent

YouTube fær nýtt útlit

Breytingin er sú stærsta í sex ár en Youtube hefur oft verið gagnrýnt fyrir notendaviðmót sitt.
Breytingin er sú stærsta í sex ár en Youtube hefur oft verið gagnrýnt fyrir notendaviðmót sitt. mynd/Youtube
Google kynnti í dag nýtt útlit vefsíðunnar YouTube. Tölvurisinn vill bjóða upp á meiri tengimöguleika við samskiptasíður og bæta notendaviðmót síðunnar.

Nýja útlitið gerir notendum kleift að tengja YouTube reikning sinn við samskiptasíðurnar Facebook og Google+. Þannig munu notendur geta fylgst með því hvaða myndbönd vinir þeirra eru að horfa á.

Talsmenn Google kynntu einnig samstarf YouTube við ýmsar sjónvarpsstöðvar víðsvegar um heiminn. Þannig mun notendum síðunnar bjóðast að horfa á sjónvarpsþætti og annað efni - ásamt því að hafa aðgang að myndböndum sem framleidd eru af notendum síðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×