Viðskipti erlent

Álverðið komið yfir 2.500 dollara á tonnið

Miklar hækkanir hafa verið á heimsmarkaðsverði á áli undanfarnar vikur og er það nú komið í 2.501 dollara fyrir tonnið á málmmarkaðinum í London (LME) miðað við þriggja mánaða framvirka samninga.

Eins og sést á grafinu sem fylgir hér með hefur álverðið stöðugt hækkað frá því að það náði lágmarki í 1.850 dollurum í maí í fyrra. Verðið nú hefur ekki verið hærra síðan sumarið 2008. Það sló raunar í tæpa 2.500 dollara á fyrrihluta síðasta árs.

Það er athyglisvert að hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá um áramótin 2009/2010 taldi að álverðið á í fyrra myndi verða 1.885 dollarar á tonnið á LME að meðaltali. Í raun varð meðalverð ársins rúmlega 2.300 dollara á þessum markaði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×