Viðskipti erlent

DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco

Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco.  Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína.

Fyrirhuguð kaup DuPont eru aðalfréttaefni danskra viðskiptamiðla í morgun. Tilboðið sem DuPont gerir er 25% yfir gengi hlutabréfa í Danisco eins og það var skráð fyrir helgina. Þetta þýðir að núverandi hluthafar Danisco sjá fram á að fá um 11 milljarða danskra kr. eða um 220 milljarða kr. í hagnað ef af sölunni verður. Stærsti hluthafinn er ATP lífeyrissjóðurinn.

DuPont hyggst staðgreiða 5,8 milljarða dollara en 500 milljónir dollara verða yfirtaka á skuldum Danisco. Stjórn danska félagsins mælir einróma með því að hluthafarnir samþykki tilboð DuPont. Kaupin eru þó háð samþykki danska fjármálaeftirlitsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×