Viðskipti erlent

Methagnaður hjá IKEA í fyrra

Sænska verslunarkeðjan IKEA, sem rekur 283 fyrirtæki í 26 löndum, skilaði methagnaði á síðasta ári. Samtals nam hagnaðurinn 2,7 milljörðum evra eða um 400 milljörðum kr.

Fjallað er um málið í Dagens Industri. Þar kemur fram að þessi hagnaður hafi náðst þrátt fyrir tugmilljarða kr. tap af rekstri IKEA í Rússlandi.

Hagnaðurinn í fyrra var um 6,1% meiri en árið áður. Mikael Ohlsson forstjóri IKEA er ánægður með árið, segir það gott fjárhagslega þrátt fyrir að markaðsaðstæður hafi verið erfiðar í mörgum löndum.

Í uppgjöri ársins kemur fram að afskriftir IKEA á síðasta ári námu 6 milljörðum sænskra kr. eða yfir 100 milljörðum kr. Stór hluti þeirra afskrifa eru vegna tveggja verslunarmiðstöðva í Pétursborg í Rússlandi. Báðir verslunarstjórar þeirra voru reknir í fyrra vegna gruns um spillingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×