Viðskipti erlent

Metafkoma hjá Apple

Steve Jobs.
Steve Jobs.

Hlutabréf í tölvurisanum Apple hækkuðu í verði eftir lok markaða í gær eftir að tilkynnt var um metafkomu hjá félaginu sem skilaði sex milljörðum bandaríkjadollara í hagnað á öðrum ársfjórðungi og aukningu í veltu sem nemur 70 prósentum.

Helsta ástæða hinnar auknu velgengni er iPad spjaldtölvan en Apple seldi sjö milljónir eintaka af græjunni fyrir jólin. iPhone sími fyrirtækisins seldist einnig eins og heitar lummur eða í rúmum 16 milljónum eintaka. Bréf í Apple höfðu lækkað daginn áður þegar tilkynnt var um að stofnandinn Steve Jobs væeri á leið í veikindaleyfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×