Viðskipti erlent

Nýr framkvæmdastjóri hjá Nýherja í Danmörku

Preben Sörensen hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra danska upplýsingatæknifélagsins Dansupport A/S, sem er dótturfélag Nýherja hf.

Preben hefur starfað hjá Dansupport undanfarin ár sem tæknistjóri félagsins. Áður var hann tæknistjóri hjá Sakata Seed Corporation og tók þátt í uppbyggingu á innviðum upplýsingatæknikerfa þess í Evrópu.

Preben tekur við af Kim Lave Nielsen, sem hafði verið framkvæmdastjóri Dansupport síðustu þrjú ár. Kim Lave Nielsen hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri markaðsmála hjá NetDesign A/S.

Dansupport A/S í Danmörku sérhæfir sig í innviðum upplýsingakerfa og samþættum samskiptum (Unified Communications) fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Félagið var stofnað árið 1987 og varð hluti af Nýherjasamstæðunni árið 2007.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×