Viðskipti erlent

Ósóttar jólastjörnur leiddu til gjaldþrots

Garðyrkjufélagið Rosanova í Allested-Vejle á Fjóni í Danmörku hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Höfuðástæðan fyrir gjaldþrotinu eru um 150.000 jólastjörnur sem viðskiptavinir höfðu pantað en sóttu hvorki né greiddu fyrir.

Fjallað er um málið í Fyens Stiftstidende. Þar segir Connie Nielsen að margir samningar sem Rosanova hafði gert við viðskiptavini sína voru ekki haldnir. Nielsen hefur rekið garðyrkjufélagið undanfarin ár ásamt eiginmanni sínum. Hún segir að rósasalan hjá þeim hafi heldur ekki gengið sem skyldi.

Skiptastjóri þrotabúsins segir að ekki sé hægt að gefa upp í bili hve miklar skuldir hvíla á Rosanova. Hinsvegar bíða um 48.000 fm af gróðurhúsaplássi eftir nýjum eigenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×