Viðskipti erlent

Tug milljarða bónusar til Nordea stjóra

Yfirmenn Nordea bankans, stærsta banka á Norðurlöndunum, munu fá um 1,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 27 milljarða kr., í bónusa fyrir síðasta ár. Bankinn skilaði methagnaði í fyrra eða 27 milljörðum danskra kr. sem svarar til um 570 milljarða kr.

Í frétt um málið á business.dk segir að það séu einkum yfirmenn á markaðssviði, í fjárfestingum og í eignastýringu Nordea sem njóta góðs af þessum bónusgreiðslum. Bónusarnir eru nokkuð minni en þeir sem bankinn greiddi fyrir árið 2009 en þá námu þeir 1,6 milljarði danskra kr.

Í uppgjöri bankans fyrir síðasta ár segir að bónusgreiðslur þessar séu nauðsynlegar til þess að Nordea haldi stöðu sinni sem einn af leiðandi bönkum Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×