Viðskipti erlent

Siglt um heimshöfin á eftirlíkingu af Mónakó

Verið er að undirbúa smíði ofursnekkju sem slær allar aðrar slíkar út. Snekkjan verður eftirlíking á furstadæminu Mónakó og þar verður m.a. til staðar Formúlu 1 kappakstursbrautin í furstadæminu, að vísu í gokart útgáfu.

Fjallað er um málið í Mail Online. Snekkjan hefur hlotið heitið Streets of Monaco og ef einhver hefur áhuga á að smíða hana þarf viðkomandi að greiða um 120 milljarða kr. fyrir gripinn. Fyrir utan gokart brautina verða einnig eftirlíkingar af hinu þekkta spilavíti Mónakó um borð sem og Hotel de Paris.

Um borð í Streets of Monaco verður pláss fyrir 16 gesti og 70 áhafnarmeðlimi. Stærsta svítan er 450 fermetrar að stærð.

Sem stendur er Streets of Monaco enn á teikniborðinu. En ef kaupandi fæst verður Roman Abromovich ekki lengur eigandi dýrstu snekkju í heimi. Snekkja hans, Eclipse, kostaði um 116 milljarða kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×