Viðskipti erlent

Olíuverðið að skríða yfir 100 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu er nú um það bil að skríða yfir 100 dollara á tunnuna vegna ástandsins í Egyptlandi.

Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu töluvert í morgun af sömu ástæðu og búist er við að markaðir í Evrópu opni í dag með rauðum tölum.

Óttast er að ef ástandið í Egyptlandi fari úr böndunum muni það trufla olíuflutninga um Súez skurðinn en um hann eru fluttar yfir 2 milljónir tunna að jafnaði á hverjum degi ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×