Viðskipti erlent

Góður hagnaður hjá French Connection

Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda.

Í frétt um málið á Reuters segir að hlutir í French Connection hafi hækkað um 19% á markaðinum í London s.l. föstudag í kjölfar þess að tilkynningin barst.

Rekstur French Connection var endurskipulagður snemma árs í fyrra og lauk þeirri vinnu í mars. Við endurskipulagninguna seldi keðjan vörumerkið Nicole Farhi og lokaði flest öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum.

Þrotabú Baugs heldur á tæplega 18% hlut í French Connection í gegnum félagið Unity Investments sem Baugur átti í félagi við Kevin Stanford.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×