Golf

Framkvæmdum hætt við Tiger Woods golfvöll í Dubai

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti.
Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti. Nordic Photos/Getty Images

Golfvöllur sem Tiger Woods hafði lagt nafn sitt við í Dubai verður ekki að veruleika en framkvæmdum hefur verið hætt í bili að minnsta kosti.

Lítil eftirspurn er eftir húsnæði í þeim gæðaflokki sem átti að rísa á golfvallarsvæðinu og af þeim sökum var hætt við framkvæmdina - eða henni slegið á frest.

Aðeins nokkrar brautir á vellinum eru fullgerðar en í yfirlýsingu frá Dubai Properties Group sem stendur að framkvæmdinni eru einhverjar líkur á því að framkvæmdin verði sett í gang aftur. Woods mun leika á Dubai Desert Classic meistaramótinu sem hefst í næstu viku en mótið er eitt af þeim stærri á Evrópumótaröðinni. Woods hefur tvívegis sigrað á þessu móti en verðlaunaféð er með því hærra sem gerist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×