Viðskipti erlent

Amagerbankinn gjaldþrota

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.
Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×