Viðskipti erlent

Írska þingið samþykkti fjárlög

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands.
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands. Mynd/AFP
Írska þingið samþykkti í gærkvöld frumvarp til fjárlaga en lögin eru skilyrði fyrir því að Írar fái 85 milljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Stjórnarkreppa ríkir á Írlandi eftir að Græningjar sögðu sig frá stjórnarsamstarfinu en fjárlögin greiða götu stjórnvalda til að boða til nýrra þingkosninga.

Á vef breska ríkisútvarpsind, BBC, kemur fram að Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, ætli að slíta þinginu á þriðjudag og tilkynna dagsetningu þingkosninga á næstu dögum. Fyrr í þessum mánuði hafði Cowen tilkynnt að boðað yrði til kosninga 11. mars en nú þykir líklegt að kosningarnar verði haldnar í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×