Viðskipti erlent

SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra

SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins.

Í frétt um málið á business.dk segir að velta félagsins á síðasta ári hafi numið 41 milljarði sænskra kr. eða um tæplega 740 milljarða kr.

Uppgjör SAS var nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga og raunar um 300 milljónum sænskra kr. betra en spár gerðu ráð fyrir að meðaltali.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×