Viðskipti erlent

Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
British Airways vél á Heathrow flugvelli. Mynd/ AFP.
British Airways vél á Heathrow flugvelli. Mynd/ AFP.
Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airways 50 milljónir sterlingspunda, eða röska 9 milljarða íslenskra króna. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss.

Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×