Viðskipti erlent

Fórnarlömb Madoffs fá 800 milljarða endurgreidda

Dómari í New York hefur úrskurðað að fórnarlömb fjársvikarans Bernard Madoff eigi að fá 800 milljarða kr. endurgreidda úr dánarbúi auðmannsins Irving Picard.

Picard, sem lést af hjartaáfalli árið 2009, var fyrrum viðskiptafélagi Madoffs og talið víst að hann vissi af fjársvikum og vafasömum viðskiptum Madoffs. Ekkja Picard viðurkenndi í desember s.l. að hann hefði vitað af fjársvikunum og hún vildi að dánarbúinu yrði skipt upp á milli fórnarlamba Madoffs.

Í umfjöllun CNN um málið segir að útskurður dómarans í New York sé stærsta eignaupptaka í sögu Bandaríkjanna.

Samanlagt tap þeirra sem treystu Madoff til að ávaxta fé sitt nemur um 2.200 milljörðum kr. Úrskurðurinn er því kærkomin búbót fyrir fórnarlömb fjársvikarans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×