Viðskipti erlent

Viðskiptajöfur með 600 milljarða í árslaun

Viðskiptajöfurinn og vogunarsjóðsstjórinn John Poulson var með rúmlega 5 milljarða dollara eða um 600 milljarða kr. í árslaun í fyrra. Þetta eru óumdeildanlega hæstu árslaun sem þekkst hafa í fjármálaheiminum til þessa.

Fjallað er um málið í Wall Street Journal. Þar segir að þessi laun slái út fyrra met Poulson því hann fékk 4 milljarða dollara í vasann árið 2007. Það ár veðjaði Poulson á að svokölluð undirmálslán á bandaríska fasteignamarkaðinum myndu hrynja.

Árangur Poulson á síðasta ári má rekja til þess að hann sjá fyrir þróunina á hrávörumörkuðum heimsins en hrávöruverð hefur hækkað gífurlega frá árinu 2009. Þar að auki þykir Poulson hafa verið naskur á að sjá fyrir verðþróunina á hlutabréfum í bandarískum bönkum sem og ríkisskuldabréfum.

Poulson mun ekki taka út þessar 600 milljarða króna úr vogunarsjóði sínum. Þær verða notaðar til frekari fjárfestinga í ár.

Til samanburðar má nefna að heildarlaun allra 36.000 starfsmanna Goldman Sachs á síðasta ári námu 8,5 milljörðum dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×