Goldman Sachs hættir við Facebooksölu 18. janúar 2011 09:41 Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira