Viðskipti erlent

Tilraun til að slá á verðbólgu

Jean-Claude Trichet hjá Evrópska seðlabankanum.
Jean-Claude Trichet hjá Evrópska seðlabankanum.
Líkur eru á að seðlabankar heimsins hækki stýrivexti á næstunni. Evrópski seðlabankinn ruddi brautina á fimmtudag og hækkaði stýrivexti úr 1,0 prósenti í 1,25. Camilla Sutton, sérfræðingur gjaldeyrismála hjá kanadíska bankanum Scotia Captial, sagði, í samtali við AP-fréttastofuna í gær, hækkunina tilraun til að draga úr verðbólgu. Hún taldi líkur á að aðrir seðlabankar fylgdu fordæminu fljótlega.

 

Gengi evrunnar styrkist nokkuð eftir vaxtaákvörðunina og hefur hún ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal síðan í janúar í fyrra. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×