Viðskipti erlent

Áfram kreppa

Landsframleiðsla dróst saman um 0,5 prósent í Danmörku á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt gögnum hagstofu landsins. Samdrátturinn skýrist helst af því að almenningur hélt fastar um budduna en áður en einkaneysla á tímabilinu dróst saman um 1,9 prósent.

 

Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem efnahagssamdráttur mælist þar í landi og er kreppa skollin á í Danmörku, sem er þvert á væntingar, að sögn fréttastofunnar AFP. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×