Viðskipti erlent

Skipasmiðir tapa 35 milljörðum á ofursnekkju

Sagan um Eclipce stærstu ofursnekkju heims líkist æ meir nútíma lúxusharmleik en þessi fljótandi höll er í eigu Roman Abramovitch. Nú er komið í ljós að þýska skipasmíðastöðin Blohm & Voss, sem tóku að sér smíði Eclipse, muni tapa um 300 milljónum dollara eða um 35 milljörðum kr. á verkinu.

Fjallað er um málið í Daily Mail. Þar segir að á sínum tíma, fyrir sex árum síðan, fékk Abramovich ákvæði sett í samninginn um byggingu snekkjunnar að verð hennar var fastsett í 485 milljónum dollara. Síðan þá hefur raunveruleikinn og kreppan gert það að verkum að verð Eclipce er komið í um 785 milljónir dollara að mati sérfræðinga blaðsins.

Síðasta áfallið fyrir Blohm & Voss við smíði snekkjunnar var að við fyrstu siglingar á henni kom í ljós að titringur frá vélarrúminu finnst um allan skrokkinn og upp í brú. Þessi titringur leiddi til þess að risastór spegill brotnaði og það klingdi í kristalglösunum um borð.

Áður hafði komið í ljós að rándýrt franskt siglingarkerfi snekkjunnar virkar ekki sem skyldi. Hinsvegar hafa Blohm & Voss komið fyrir eldflaugavarnakerfi, skotheldum kýraugum, tveimur þyrluflugpöllum og kafbát um borð án vandræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×