Viðskipti erlent

Bandarískir bankar yfirtóku milljón íbúðir í fyrra

Dapurlegt met var slegið á síðasta ári í Bandaríkjunum en þá yfirtóku bankans landsins ekki minna en milljón íbúðir þar sem eigendur þeirra gátu ekki staðið í skilum með lán sín. Talið er að þetta met verði svo aftur slegið í ár.

Samkvæmt frétt um málið í Berlingske Tidende eru um fimm milljón íbúðaeigenda í Bandaríkjunum nú í þeirri stöðu að hafa ekki getað borgað af fasteignalánum sínum síðustu tvo mánuðina eða lengur. Verst er ástandið í Kaliforníu, Nevada, Flórída og Arizona.

Sérfræðingar telja að fleiri íbúðaeigendur muni missa íbúðir sínar í ár en í fyrra. Talið er að fjöldinn verði hvað mestur á fyrsta ársfjórðungi ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×