Viðskipti erlent

Mærsk íhugar byggingu risaflutningaskipa

Danska skipafélagið Mærsk Line er nú að íhuga byggingu fjölda risaflutningaskipa. Um danska skipageirann flæðir nú orðrómur um þessa frétt. Samkvæmt greiningarfyrirtækinu Alphaliner er Mærsk um það bil að leggja inn pöntun fyrir 440 metra löng flutningskip sem geta flutt allt að 18.000 stykki af 20 feta gámum í einu.

Sem stendur á Mærsk nokkur af stærstu fraktskipum heimsins. Um er að ræða skip í svokölluðum E-klassa en þau geta flutt allt að 14,770 stykkjum af 20 feta gámum.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að fyrir utan þennan orðróm hafi Mærsk tilkynnt í dag að hið 6 milljarða danskra kr., eða yfir 120 milljarða kr., dýra olíuvinnsluskip Peregrino sé nú komið á vinnslustað á Campos olíusvæðinu undan ströndum Brasilíu.

Peregrino er stærsta einstaka fjárfestingin í sögu Mærsk skipafélagsins en því er ætlað að vinna olíu á Campos svæðinu næstu 30 árin. Skömmu fyrir síðustu jól greiddi Mærsk 2,4 milljarða danskra kr. eða nær 50 milljarða kr. fyrir olíuvinnsluleyfi undan ströndum Brasilíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×