Viðskipti erlent

Fjöldi hótela er hættur að selja gestum sínum klám

Á fjölda hótela er hætt að leigja gestunum dónalegar bíómyndir, að því er segir á vefsíðunni túristi.is.

Fram kemur að það er ekki lengur neitt að græða á útleigu klámmynda í hótelgeiranum. Ástæðan er sú að gestirnir ræsa frekar fartölvurnar sínar til að komast í grófa efnið en að panta ræmurnar með fjarstýringunni samkvæmt frétt News.com.au.

Af þessum sökum hafa margir hóteleigendur hætt að sýsla með klám, þar á meðal Marriot hótelkeðjan sem rekur þrjú þúsund og fimm hundruð gististaði um víða veröld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×