Viðskipti erlent

Olíuverðið komið yfir 100 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu er komið yfir 100 dollara á tunnuna í fyrsta skipti síðan á miðju árinu 2008.

Brent olían stendur í 100 dollurum og 30 sentum og hefur hækkað um 7,7% síðustu tvo daga. Norðursjávarolían er í rúmum 101 dollara á tunnuna.

Það er ástandið í Egyptlandi sem veldur þessum olíuhækkunum en óttast er að Súez skurður gæti lokast vegna þess. Um skurðinn eru fluttar rúmlega 2 milljónir tunna af olíu á dag að jafnaði allan ársins hring.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×