Viðskipti erlent

Portúgal slapp fyrir horn í bili

Það heppnaðist hjá stjórnvöldum í Portúgal að sleppa fyrir horn í ríkisskuldabréfaútboði sínu í morgun. Það var dýrkeypt en vextirnir sem fengust voru þó undir 7% sem gert hefðu skuldir landsins ósjálfbærar.

Tilboðum var tekið í 600 milljónir evra í tíu ára skuldabréf með ávöxtunarkröfunni 6,72%. Sú krafa féll þó hratt og var komin í 6,6% um hádegið.

Í fimm ára bréf var tekið tilboðum upp á 650 milljónir evra á kröfunni 5,4%. Til samanburðar var krafan á slíkum bréfum 4% í samskonar útboði í október í fyrra.

Samhliða þessu minnkar ótti fjárfesta við þjóðargjaldþrot Portúgal. Skuldatryggingaálag landsins lækkaði um 23 punkta og niður í 513 punkta í dag samkvæmt CMA gagnaveitunni.




Tengdar fréttir

Augu allra hvíla á Portúgal í dag

Búast má við að augu allra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hvíli á Portúgal í dag en þá fer fram útboð á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 1,25 milljarða evra til fimm og tíu ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×