Handbolti

Ernir Hrafn að skipta um lið í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ernir Hrafn Arnarson í leik með Val.
Ernir Hrafn Arnarson í leik með Val. Mynd/Stefán
Ernir Hrafn Arnarson er á leið til Emsdetten frá Þýskalandi en hann hefur verið leystur undan samningi sínum hjá Düsseldorf.

Ernir Hrafn og tveir aðrir leikmenn voru leystir undan samningum sínum í vikunni vegna fjárhagsvandræða félagsins og er langlíklegast að Ernir Hrafn gangi til liðs við Emsdetten.

„Það er minn fyrsti kostur að ganga til liðs við Emsdetten. Ef þetta væri undir mér komið vildi ég gjarnan vilja spila með liðinu í æfingaleik gegn Wisla Plock á laugardaginn," sagði Ernir Hrafn við þýska fjölmiðla.

Ernir Hrafn hefur verið í sigtinu hjá forráðamönnum Emsdetten í talsverðan tíma og vildu þeir fá hann strax fyrir jól. En hætt var við vegna þess að Düsseldorf vildi fá háa fjárhæð fyrir hann. En nú lítur út fyrir að hann fari þangað frítt.

„Við höfum þegar sent beiðni um leikheimild fyrir hann til þýska handboltasambandsins og eigum von á því að Ernir komi til æfinga á þriðjudag [í dag]," sagði Frank Thünemann, yfirmaður íþróttamála hjá Emsdetten.

Fannar Friðgeirsson er á mála hjá Emsdetten en hann og Ernir Hrafn voru lengi liðsfélagar hjá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×