Handbolti

Valskonur búnar að vinna Framliðið sex sinnum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Það verður risaslagur í kvennahandboltanum í dag þegar Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram mætast í Framhúsinu í Safamýri en leikurinn hefst klukkan 13.30.

Það verður risaslagur í kvennahandboltanum í dag þegar Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram mætast í Framhúsinu í Safamýri en leikurinn hefst klukkan 13.30.

Þetta verður fyrsti deildarleikur liðanna í vetur en Valskonur unnu 30-25 sigur á Fram í úrslitaleik deildarbikarsins á milli jóla og nýárs. Valskonur hafa unnið alla níu leiki tímabilsins til þessa, þar af sex deildarleiki með 11,7 marka mun að meðaltali í leik. Fram tapaði fyrsta leiknum á móti HK en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð.

Valskonur hafa haft gott tak á Framstúlkum að undanförnu því þær hafa unnið Fram sex sinnum í röð frá því að Fram vann bikarúrslitaleik félaganna í febrúar síðastliðnum. Þar á meðal er 3-0 sigur í lokaúrslitum Íslandsmótsins síðasta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×