Viðskipti erlent

Reiknað með tveimur tilboðum í Iceland á morgun

Tilboð í verslunarkeðjuna Iceland Foods verða opnuð á morgun en skilanefndir Landsbankans og Glitnis vilja fá 1,5 milljarða punda fyrir hana.

Í frétt í blaðinu Financial Times kemur fram að líklega muni aðeins tvö tilboð berast, það er frá fjárfestingasjóðunum Bain Capital og BC Partners. Hinsvegar muni tilboðin sennilega vera nálægt óskum skilanefndanna.

Malcolm Walker forstjóri Iceland mun ekki leggja fram tilboð en hann verður í sterkri stöðu til að eignast keðjuna eins og hann hefur áhuga á. Walker hefur 42 daga til að jafna og ganga inn í hæsta tilboðið sem berst.

Þá kemur fram að ekki sé útilokað að skilanefndirnar efni til þriðju umferðar tilboða í Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×