Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi. Tunnan af bandarisku léttolíunni er komin í tæpa 100 dollara og hefur hækkað um tæp 4% á nokkrum dögum. Tunnan af Brentolíunni fór yfir 116 dollara markið í morgun.

Um mánaðarmótin síðustu stóð tunnan af Brentolíunni hinsvegar í 111 dollurum og hefur því hækkað um tæp 5% síðan þá. Þessar hækkanir á olíuverðinu eru í samræmi við aðrar hækkanir á hrávöru að undanförnu.

Ástæðan er m.a. ástandið í Grikklandi þar sem stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um nauðsynlega aðgerðir í ríkisfjármálum til að fá nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×