Viðskipti erlent

Þjóðverjar þrýsta á um þjóðargjaldþrot Grikkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þjóðverja, telur að Grikkir muni ekki ráða við niðurskurðinn.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þjóðverja, telur að Grikkir muni ekki ráða við niðurskurðinn.
Þjóðverjar eru farnir að þrýsta á að Grikkland lýsi yfir þjóðargjaldþroti og jafnframt er gert ráð fyrir þeim möguleika að ríkið segji skilið við evrusamstarfið. Frá þessu er greint á fréttavef Daily Telegraph.

Fjármálaráðherra evruríkja munu hittast á mánudaginn til þess að ræða lánafyrirgreiðslur frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til Grikkja. Sú lánagreiðsla er reyndar hugsuð til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot ríkisins og gefa þeim færi á að koma reglu á fjármál ríkisins.

En niðurskurðaraðgerðir sem krafist er að Grikkjar ráðist í eru gríðarlega miklar og hafa valdið gríðarlega mikilli reiði í landinu. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þjóðverja, telur að ekkert ríki geti ráðið við slíkar aðgerðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×