Viðskipti erlent

Efnahagsvandi Suður-Evrópu þyngist enn

Gríðarleg ólga hefur verið í Grikklandi en þessi mynd var tekin frá óeirðum sem þar voru þegar þingið reyndi að samþykkja niðurskurðaráætlarnir ESB og AGS.
Gríðarleg ólga hefur verið í Grikklandi en þessi mynd var tekin frá óeirðum sem þar voru þegar þingið reyndi að samþykkja niðurskurðaráætlarnir ESB og AGS. Mynd / Reuters
Efnahagsvandinn í Suður-Evrópu þyngist enn. Atvinnuleysi í Portúgal er komið yfir 14 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa landsins birti í morgun. Vandamál Grikklands eru nú farin að smita út frá sér og valda nágrannaþjóðum sínum miklu tjóni.

Hagstofa Portúgals birti í morgun nýjar atvinnuleysistölur og samkvæmt þeim er efnahagsvandinn í landinu síst að minnka. Atvinnuleysi mælist nú liðlega 14 prósent, sem er rúmlega fjórum prósentustigum yfir meðaltali Evrópusambandsins.

Efnahagsvandi ríkja Suður-Evrópu, einkum Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar dýpkar nú sífellt og hafa leiðtogar evrulandanna mikla áhyggju af stöðu mál, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.

Grikkir hafa ekki enn fengið neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum afgreitt en vonir standa til þess að það geti gerst á mánudaginn. Grikkir hafa þegar afgreitt ríkisfjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir því miklum niðurskurði, en henni verður ekki hrint í framkvæmt formlega fyrr en neyðarlánið hefur verið veitt.

Auk Portúgala og Grikkja eru Spánverjar í miklum vanda, en þar mælist atvinnuleysi nú tæplega 24 prósent, sem er það langsamlega mest meðal evruríkja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×