Viðskipti erlent

Walker kominn með nægilegt fé til að kaupa Iceland

Reiknað er með að Malcolm Walker forstjóri verslunarkeðjunnar Iceland Foods nái að safna saman nægilegu fé til að kaupa keðjuna í þessari viku.

Þetta kemur fram í frétt í blaðinu Daily Mail. Þar segir að hugsanlega verði þá strax gengið frá tæplega 1,5 milljarða punda kaupum Walkers á Iceland. Það er Lord Kirkham stofnandi húsgagnakeðjunnar DFS sem m.a. leggur fé í kaupin en Kirkham er vinur Walkers um árabil en þeir koma báðir frá Yorkshire. Reiknað er með að Kirkham fái sæti í nýrri stjórn Iceland.

Auk Kirkham hefur Walker fengið lán frá verslunarkeðjunni Landmark, Deutsche Bank og tveimur fjárfestingarsjóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×