Viðskipti erlent

Fjórði hver Íslendingur með snjallsíma

Snjallsímar eru nú í höndum fjórða hvers farsímanotanda hér á landi og hefur niðurhal á gögnum í gegnum þá margfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil umbreyting er að verða á fjarskiptamarkaði sem fjarskiptafyrirtækin eru hratt að laga sig að.

Ör tækniþróun í fjarskiptageiranum hefur gjörbreytt honum á undraskömmum tíma. Þannig er gagnaniðurhal í snjallsíma nú orðið margfalt meira að umfangi en það var fyrir liðlega tveimur árum, samkvæmt upplýsingum frá stærstu fjarskiptafélögunum tveimur, Vodafone og Símanum.

Um það bil fjórði hver símnotandi í dag er með snjallsíma, það er síma sem bíður upp á gagnaniðurhal og viðbætur á forritum. Margföldun á niðurhali í síma sýnir hversu hratt markaðsaðstæður eru að breytast.

Innreið snjallsíma inn á markaðinn, með síma frá Apple og Samsung fremsta í flokki, hefur haft mikil áhrif á neytendamynstrið, að því er Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, segir. Hann fjarskiptafyrirtæki um allan heim vera að aðlaga starfsemi sína að breyttu umhverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×