Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar stálu 40.000 kortanúmerum frá klámsíðu

Tölvuþrjótum tókst að stela lykilorðum, eða PIN númerum, að yfir 40.000 kreditkortum með því að brjóast í gegnum öryggiskerfi klámsíðunnar Digital Playground í Bandaríkjunum.

Jafnframt tókst þeim að stela ýmsum persónulegum upplýsingum frá yfir 70.000 áskrifenda að síðunni. Það er áður óþekktur hópur tölvuþrjóta sem stóð að þessari árás en þeir kalla sig The Consortium.

Í yfirlýsingu frá hópnum segir að öryggiskerfi klámsíðurnar hafi verið svo fullt af gloppum að þeir gátu ekki staðist freistinguna að ráðast á hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×