Viðskipti erlent

Forstjóri Apple heimsækir Kína

Tim Cook.
Tim Cook. mynd/AFP
Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári.

Styrr hefur staðið um Apple í Kína síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur staðið í málaferlum við kínverskt tæknifyrirtækið Proview vegna vörumerkisins „iPad." Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi.

Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma meðferð á vinnuafli í verksmiðjum sínum í landinu. Talið er að Cook muni kynna nýja starfsmannastefnu Apple en fyrirtækið mun nú birta upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnutíma starfsmanna Foxconn verksmiðjanna í hverjum mánuði.

Cook fundaði með borgarstjóra Peking í dag og heimsótti síðan tvær verslanir Apple í borginni.

Stærsti snjallsímamarkaður veraldar er í Kína - iPhone snjallsíminn er annar vinsælasti síminn í Kína. Apple hefur átt erfiðleikum með að klekkja á helsta keppinauti sínum, Samsung Electronics, í landinu.

Vonast er til að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar eigi eftir að auðvelda Apple róðurinn í Kína en tölvan fer í almenna sölu í landinu á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×