Viðskipti erlent

Topparnir yfirgefa efnahagsbrotadeild

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Phillippa Williamson, framkvæmdastjóri efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) hefur sagt upp störfum óvænt. Einungis nokkrir dagar eru þangað til að forstjóri stofnunarinnar hættir störfum. Williamson bar ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, en Richard Alderman forstjóri bar ábyrgð á stefnumótun.

Serious Fraud Office hefur sætt nokkurri gagnrýni að undanförnu. Meðal annars fer nú fram rannsókn á því hvernig stofnunin stóð að söfnun gagna áður en óskað var eftir húsleitarheimildum hjá Tcheguizbræðrum, vegna rannsóknar á viðskiptum þeirra við Kaupþing. Serious Fraud Office hefur nú þegar beðist afsökunar á því hvernig staðið var að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×