Instagram: 10 milljón notendur á 10 dögum 16. apríl 2012 22:00 Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. mynd/AFP Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira