Viðskipti erlent

Efnahagshremmingar Grikkja halda áfram

Ekkert lát er á efnahagshremmingum Grikkja. Nú er ljóst að landsframleiðsla landsins um skreppa saman um yfir 5% í ár sem er nokkuð meir en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Hefur landsframleiðslan þá minnkað fimm ár í röð í Grikklandi.

Seðlabankastjóri landsins hvetur stjórnvöld til þess að halda fast við niðurskurðar- og hagræðingaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og varar nýja stjórn sem mynduð verður eftir þingkosningar í vor við því að víkja frá þeirri áætlun. Verði ekki haldið fast við áætlunina segir bankastjórinn að dagar Grikklands sem evrulands séu taldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×