Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá Nordea

Nordea, stærsti banki Norðurlandanna, skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins en sérfræðingar spáðu fyrir.

Hagnaður bankans varð rúmlega einn milljarður evra eða um 170 milljarðar króna. Hinsvegar gerður spár ráð fyrir 970 milljóna evra hagnaði.

Í umfjöllun börsen um málið segir að afskriftir bankans á slæmum lánum hafi reynst mun minni en gert var ráð fyrir. Þá kemur fram að veruleg fjölgun varð í hópi viðskiptavina bankans og að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 7% miðað við sama tímabil í fyrra en þær námu 1,4 milljörðum evra á fjórðungnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×