Viðskipti erlent

Samsung hitar upp fyrir Galaxy SIII

Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung opinbera auglýsingu í dag fyrir nýjasta snjallsíma sinn, Samsung Galaxy SIII.

Í myndskeiðinu er í senn dregin upp mynd af nær ótakmörkuðum möguleikum snjallsímans og gert grín að notendum iPhone snjallsímans.

Samsung birti niðurteljara á heimasíðu sinni í síðustu viku. Talið var að fyrirtækið myndi opinbera snjallsímann þegar niðurtalningunni lauk í gærkvöld en svo var ekki - þess í stað birtist auglýsingin.

mynd/Youtube
Samsung hefur háð hatramma baráttu við Apple um yfirráð á snjallsíma markaðinum. Sala á iPhone hefur dregist saman á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hefur Samsung aukið markaðshlutdeild sína á snjallsíma markaði í tæp 30%.

Síminn verður formlega kynntur í næstu viku. Talið er að útlit Galaxy SIII verði algjörlega endurhannað og að stýrikerfi hans verði sérsniðið að endurbættum vélbúnaði símans.

Hægt er að sjá auglýsinguna hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×