Viðskipti erlent

Nýru verðmætust á svörtum markaði með líffæri

Nýru eru verðmætasta varan á svartamarkaðinum með líffæri í Bandaríkjunum. Nýru kostar nú að jafnaði um 30 milljónir króna og eru nærri helmingi dýrari en lifur á þessum markaði.

Hjörtu er síðan í þriðja sæti á listanum en þau kosta um 13 milljónir króna. Fjallað er um málið á vefsíðu danska ríkisútvarpsins sem hefur tölurnar frá samtökunum Medical Transcription.

Líffæri þessi eru yfirleitt flutt til Bandaríkjana frá vanþróuðum löndum. Af öðrum líffærum má nefna að gallblaðra kostar 140.000 kr. en milta aðeins 60.000 kr. Þá er hálfur lítri af blóði seldur á um 40.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×