Viðskipti erlent

Kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin

Það stefnir í kalt stríð á tölvuleikjamarkaðinum um jólin. Tölvuleikjaframleiðandinn Activision boðaði komu tölvuleiksins Call of Duty: Black Ops 2 um miðbik nóvember en um svipað leyti fer Halo 4 í almenna sölu.

Call of Duty er ein vinsælasta tölvuleikjasería veraldar. Tekjur af sölu forvera Black Ops 2 námu rúmlega milljarði dollara eða rúmlega 126 milljörðum íslenskra króna.

Black Ops 2 er níundi tölvuleikurinn í Call of Duty tölvuleikjaröðinni en hann fer í almenna sölu 13. nóvember.

Microsoft og tölvuleikjaframleiðandinn 343 Industries munu síðan opinbera Halo 4 6. nóvember næstkomandi. Rétt eins og Call of Duty þá hefur Halo tölvuleikjaröðin notið gríðarlegra vinsælda.

Hægt er að sjá brot úr Call of Duty: Black Ops 2 hér fyrir ofan. Þá er hægt að sjá sýnishorn úr Halo 4 hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×