Viðskipti erlent

Spænska ríkið fær sex prósent vexti

Magnús Halldórsson skrifar
Spænska ríkið aflaði lánsfjár á mörkuðum í dag en á þriðjudaginn var frá því greint að lánamarkaðir væru lokaðir fyrir spænska ríkinu og fjármálafyrirtækjum með öllu. Vaxtakjörin sem buðust ríkinu voru ríflega sex prósent á 10 ára skuldabréf, sem þykir mjög hátt, en þó lægra en margir bjuggust við. Síðast þegar spænska ríkið fór í skuldabréfaútboð, í apríl sl., buðust ríkinu 5,73 prósent vextir. Eftirspurnin eftir bréfunum var ríflega þreföld miðað við framboð, að því er segir í frétt Bloomberg af skuldabréfaútboðinu.

Stjórnvöld Evrópusambandsríkja eru mörg hver uggandi yfir stöðu mála en spænska hagkerfið er það fimmta stærsta í Evrópu. Lendi það í miklum hremmingum er talið óhjákvæmilegt að önnur ríki geri slíkt hið sama, í það minnsta að einhverju leyti.

Sjá má frétt Bloomberg um málið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×