Viðskipti erlent

„Þrír mánuðir til að bjarga evrunni.“

BBI skrifar
George Soros hefur verið afar farsæll fjárfestir. Hann hefur gefið háar fjárhæðir til góðgerðamála.
George Soros hefur verið afar farsæll fjárfestir. Hann hefur gefið háar fjárhæðir til góðgerðamála.
Fjárfestirinn og góðgerðamaðurinn George Soros segir þjóðarleiðtoga ESB hafa þrjá mánuði til að bjarga evrunni. Hann telur að efnahagur Þýskalands muni byrja að veikjast í haust. Þar með verði erfiðara fyrir Angelu Merkel að beita sér og styðja aðrar þjóðir.

Soros býst við því að kreppan nái hámarki sínu í haust. Þegar þar að kemur verður erfiðara að sannfæra Þjóðverja um að taka á sig ábyrgð annarra evrópuríkja. Þar með séu í raun aðeins þrír mánuðir til stefnu til að ráða niðurlögum vandans.

Soros segir leiðtoga í ESB ekki skilja eðli vandamálsins. Þar með beiti þeir röngum aðferðum í glímu sinni við vandann. Þetta skýrði hann á ráðstefnu á Ítalíu og vísaði til niðurskurðastefnu evrópuríkjanna.

Umfjöllun BBC um málið má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×