Handbolti

AG danskur meistari annað árið í röð

Íslendingarnir hjá AG fagna.
Íslendingarnir hjá AG fagna. mynd/heimasíða ag
Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn varð í kvöld danskur meistari í handknattleik annað árið í röð. AG lagði Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleikjunum. AG vann fyrri leikinn með ellefu marka mun, 30-19, og spennan fyrir leikinn í dag var því lítil AG vann hann með einu marki, 22-21.

Bjerringbro byrjaði leikinn betur og komst í 3-6 fljótlega en AG vann sig hægt og rólega inn í leikinn og var einu marki undir í hálfleik, 11-12.

Möguleikar Bjerringbro því endanlega úr sögunni. AG vildi að sjálfsögðu ekki fagna eftir tapleik og gerði það sem þurfti til þess að vinna leikinn.

Arnór Atlason er fyrirliði AG og tók á móti bikarnum í leikslok. Landsliðsmennirnir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru einnig á mála hjá AG. Guðmundur Árni Ólafsson leikur með Bjerringbro.

Ólafur var að verða meistari í þriðja landinu en hann hefur einnig orðið meistari í Þýskalandi og á Spáni.

Danskir fjölmiðlar hafa ekki enn séð sér fært að greina frá markaskorun í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×