Viðskipti erlent

Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands.
Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum.

Englandsbanki, Seðlabanki Bretlands, telur að verðbólga muni haldast yfir 2 prósent verðbólgumarkmiði bankans næsta árið, bankinn hefur haldið stýrivöxtum í 0,5 prósentum þrátt fyrir hina miklu verðbólgu, og telur með því að auðveldara verði fyrir hagkerfið ná vopnum sínum á nýjan leik.

Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um verðbólgutölurnar sem birtust í morgun, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×